Lítil eftirspurn á tilboðsmarkaði Fiskistofu

Deila:

Lítil eftirspurn hefur í haust verið eftir aflaheimildum á tilboðsmarkaði Fiskistofu. Það eru ýmsar tegundir í boði í skiptum fyrir þorsk samkvæmt ákveðnum verðmætastuðli. Í október bárust til í fimm tegundir og nú í nóvember í þrjár tegundir.

Farið er yfir þessi mál á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda og segir þar svo: „Fiskistofa hefur lokið úrvinnslu úr tilboðum í aflamarksskipti í nóvember.  Tilboðið nú er annað sinnar tegundar á fiskveiðiárinu, það fyrra var í október.

Í október voru alls 14 tegundir í boði í skiptum fyrir þorsk og ýsu.  Tilboð bárust í 5 þeirra: Gullkarfa, grálúðu, þykkvalúru, síld og humar.  Alls fengust 1.816 tonn af ýsu og 200 tonn af þorski.  Engin tilboð bárust í:  Blálöngu, skötusel, gulllax, skarkola, langlúru, sandkola, úthafsrækju, litla karfa og djúpkarfa.

Þær 9 tegundir sem sátu eftir voru boðnar í skiptum fyrir þorsk nú í nóvember.  Aðeins bárust boð í þrjár þeirra, skötusel, langlúru og sandkola.

Alls 23,9 tonn af sandkola fengust fyrir 3 tonn af þorski, 20 tonn af langlúru fengust fyrir 5,3 tonn af þorski og 2 tonn af skötusel fyrir 2,1 tonn af þorski.

Nú eru alls um tvö þúsund tonn sem Fiskistofu hefur ekki tekist að skipta út fyrir þorsk.  Mest af djúpkarfa 625 tonn, gulllaxi 493 og skarkola 346 tonn.”

 

Deila: