Tekur jákvætt í aukið eldi í Dýrafirði

Deila:

Ísafjarðarbær tekur jákvætt í áform Arctic Sea Farm um aukið fiskeldi í Dýrafirði. Fyrirtækið áætlar að auka framleiðsluna úr 4.200 tonnum í 10.000 tonn á ári. Samkvæmt mati Hafrannsóknastofnunar er Dýrafjörður talinn þola eldi á allt að 10 þúsund tonnum. Í umsögn Ísafjarðarbæjar kemur fram að stækkunaráform fyrirtækisins séu rökrétt í framhaldi af ágætum árangri síðustu ára og áform um viðbrögð þess eðlis að neikvæð umhverfisáhrif verða í algeru lágmarki.

Þá kemur einnig fram að bæjaryfirvöld líti svo á að mikilvægt sé að nærliggjandi auðlindir séu nýttar með einhverjum hætti, til hagsbóta fyrir samfélagið og ítrekuð sú skoðun bæjarstjórnar – sem hefur verið komið á framfæri í fjölda ára – að brýn þörf er á að strandsvæði verði skipulögð og að skipulagsvaldið verði hjá sveitarfélögunum.
Frétt og mynd af bb.is

 

Deila: