Miklar skipasmíðar í Noregi og Danmörku

Deila:

Norskar og danskar skipasmiðjur virðast hafa næg verkefni framunda. Pantanir á fiskiskipum og öðrum skipum hjá þeim nema nú meira en 100 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í norska blaðinu Kystmagasinet.

Pantanir hjá þessum skipasmíðum nú eru upp á 21 fiskiskip yfir 60 metrum að lengd og 15 skip milli 35 og 60 metrar. Stærsta skipið er 130 metra átutogari, sem Vard skipasmíðastöðin, smíðar fyrir Aker Biomarine.

Af þessum  pöntunum á skipum yfir 60 metrar eru 13 hjá norskum stöðvum og sjö af pöntunum á 35 til 60 metra skipum eru hjá dönskum smiðjum. Verðmæti þessara samninga eru að öllum líkindum það hæsta nokkru sinni í báðum tilfellum.
10 af þeim 21 skipi sem eru yfir 30 metrum að lengd, sem eru smíðuð í norskum stöðvum eru fyrir norskar útgerðir. Það þýðir að meirihlutinn er pantaður af erlendum útgerðum. Af þeim skipum sem eru pöntuð af norskum útgerðum er aðeins eitt, Gunnar Langva, sem smíðað er hjá Westcon, er meira en 60 metra langt. Samkvæmt fréttinni er að danska skipasmíðastöðin Karstesens Skibsvært, sem hefur tryggt sér smíðar á flestum norsku skipunum yfir 60 metra. Það á að minnsta kosti við uppsjávartogara og nótaskip en þrjú skip fyrir Norðmenn eru þar á pöntunarlistanum.

 

Deila: