Állinn í litlum „álnum“

Deila:

Staða álastofnsins í Evrópu er afar slæm og hefur verið svo nokkuð lengi. Það er niðurstaða stofnstærðarmats Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES). Nýliðun gleráls í löndum Norður-Evrópu er aðeins 1,6% að meðaltalinu á árunum 1960 til 1979 og í löndum Suður-Evrópu er hlutfallið 8,7%.

Samkvæmt skýrslu ICES kemur fram að þættir af mannavöldum geti leitt til fækkunar kynþroska álum, og þá ætti að takmarka. Sem dæmi um það má nefna veiðar, virkjanir, dælustöðvar og mengun.

Upplýsingar um álaveiðar hafa verið ófullnægjandi til langs tíma og fiskifræðinga skortir þekkingu á hinu dularfulla lífsferli álsins.

Erfitt er að segja til um hvernig hinar ólíku athafnir mannsins  hafa neikvæð áhrif á vöxt og viðgang álastofnsins, en fyrir liggur að nýliðunin er mjög léleg.

Álinn hefur verið friðaður í Noregi síðan 2007 og hér eru veiðar litlar sem engar. Állinn hér er hluti af evrópskum stofni sem syndir suður í Þanghafið til að hrygna. Það gerir állinn þegar hann er á aldrinum 13 til 30 ára gamall. Þannig koma breytingar á nýliðun álsins ekki fram í stofnstærð fyrr en eftir langan tíma.  Állinn drepst eftir hrygningu.

Állinn æviferli

Þar sem stofninn er sameiginlegur mörgum þjóðum eru bæði veiðar og upplýsingar um þær mjög mismunandi. Þá er talið að töluvert sé um ólöglegar álaveiðar.

Á þessu ári hefur ICES í fyrsta sinn sent út beiðni til aðildarlanda í Evrópu um fyrirliggjandi upplýsingar um álaveiði og nýliðun, seiðasleppingar og álaeldi.

Deila: