Svipaður fiskafli við Færeyjar

Deila:

Landaður afli í Færeyjum á fyrstu 10 mánuðum ársins er svipaður og á sama tíma í fyrra. Er þá um að ræða annan fisk en uppsjávartegundir og afla úr Barentshafi. Heildaraflinn nú er 64.136 sem er 395 tonnum minna en í fyrra. Verðmæti aflans hefur lækkað um 5%.

Botnfiskaflinn nú er alls 44.216 tonn, sem er aukning um 2.114 tonn eða 5%. Þorskaflinn nú er 9,721 tonn, sem er samdráttur um 1.002 tonn eða 9%. Ýsuaflinn er svipaður nú og í fyrra, rétt rúm 3.000 tonn. Afl ufsa hefur verið landað 22.880 tonnum og er það aukning um 2.561 tonn, eða 13%.

Flatfiskaflinn fyrstu 10 mánuðina er 5.59 tonn, sem er samdráttur um 466 tonn. Þar munar mestu um 693 tonna samdrátt í grálúðu, en aflinn nú er 3.856 tonn.

Verðmæti fiskaflans er nú 11,6 milljarðar íslenskra króna, sem er samdráttur um 5%. Verðmæti þorskaflans er nú um 3 milljarðar króna, sem er samdráttur um 4%. Næst kemur ufsinn með 2,5 milljarða, sem er 8% samdráttur.

Deila: