Stærsta fiskvinnslufyrirtæki Brasilíu búið tækjum frá Marel 

Deila:

C.Vale hefur opnaði stærstu og nútímalegustu fiskvinnslu Brasilíu og búið hana vinnslutækjum og kerfum frá Marel. Mörg þúsund manns voru viðstaddir þegar C.Valefiskvinnslan var vígð þann 20. október síðastliðinn en þessi mikla aðsókn sýnir hve greinin er mikilvæg fyrir efnahag Brasilíu. Móðurfélagið hélt um leið upp á 20 ára afmæli landbúnaðarfyrirtækis síns. Frá þessu er sagt á heimasíðu Marel.

Michel Temer, forseti lýðveldisins, Beto Richa, fylkisstjóri Parana Beto Richa og Blairo Borges Maggi, landbúnaðarráðherra voru viðstaddir athöfnina, svo og ýmsir framámenn í greininni.

Hátækni fiskvinnslustöð

Nýja vinnslustöðin er rúmlega 10.000 fermetrar að stærð og getur, til að byrja með, unnið allt að 75.000 tilapia-fiska á dag. Hún er á iðnaðarsvæði C.Vale í Palotinu, í vestur Parana, þar sem móðurfélagið er einnig með alifuglabú sem vinnur nú um 540.000 kjúklinga á dag.

Alfredo Lang, forstjóri C.Vale, segir fiskvinnslustöðina verða þá stærstu í Brasilíu og þá nútímalegastu í Suður-Ameríku. „Þegar við höfum náð því að vinna 75.000 tilapia fiska á dag, verður næsta markmið okkar að ná að vinna 300.000 á dag. Við eigum tryggan hóp viðskiptavina, bæði innanlands og erlendis, og þeir bíða eftir fiskafurðum okkar,“ segir hann.

Frá vinstri: Andre Luis Bertoldo viðhalds- og verkefnastjóri hjá C.Vale, Marcelo Serpa sölustjóri hjá Marel, Edson Antonio Cole vinnslustjóri fiskvinnslunnar og Diego Lages svæðissölustjóri Marel.

Frá vinstri: Andre Luis Bertoldo viðhalds- og verkefnastjóri hjá C.Vale, Marcelo Serpa sölustjóri hjá Marel, Edson Antonio Cole vinnslustjóri fiskvinnslunnar og Diego Lages svæðissölustjóri Marel.

Samstarf C.Vale og Marel

Marel og C.Vale hafa unnið lengi saman, aðallega á sviði alifugla og áframvinnslu, og hafði það áhrif á þróun þessa nýja verkefnis.

„Samstarfssaga C. Vale og Marel í Brasilíu spannar meira en tvo áratugi. C.Vale var eitt af fyrstu samvinnufélögunum til að setja upp Nuova, sjálfvirka kjúklingavinnslu línu, frá Marel og það heldur áfram að treysta á lausnir frá Marel fyrir fyrirtæki sín. Þetta nýja verkefni boðar ekki bara vatnaskil í fiskvinnslu í Brasilíu heldur styrkir það einnig og viðheldur samstarfi fyrirtækjanna,“ segir Francisco Leandro, framkvæmdastjóri Marel í Brasilíu, en hann var einnig viðstaddur vígsluathöfnina.

Rými til vaxtar

C.Vale lagði áherslu á það frá upphafi að vinnslustöðin yrði hönnuð með það í huga að hægt yrði að þróa hana og stækka í framtíðinni. Auk þess að bjóða upp á nýja vinnslutækni nýtir verkefnið afar spennandi nýja fiskeldisaðferð og er því vænst ótrúlegrar framleiðsluaukningar á næstunni.

Andre Luis Bertoldo, viðhalds- og verkefnastjóri hjá C.Vale, minnist þess þegar hafist var handa við verkefnið: „Við unnum með Marel að því að finna bestu leiðirnar hvað varðaði fjölda starfsmanna, vinnustöðva og færibanda og gerð verkferla. Í sameiningu gerðum við svo tillögur að lausnum sem gátu mætt þeim þörfum sem við höfðum þá, jafnframt því að gera það mögulegt að auka framleiðslugetuna á næstu árum.“

 

Deila: