Líkan sem metur stofnstærð beitukóngs

Deila:

Beitukóngur er veiddur nokkuð víða í Norður Atlantshafi en almennt eru gögn um tegundina og mat á stofnstærð fátíð. Í nýlegri grein sem starfsmenn Hafrannsóknastofnunar, Pamela Woods og Jónas Páll Jónasson, birtu í tímaritinu Fisheries Research var fjallað um stigskipt afraksturs tölfræðilíkan (Bayesian) sem mat stofnstærð beitukóngs í Breiðafirði, aðal veiðislóð beitukóngs við Ísland.

Veiðar hófust í Breiðafirði árið 1996, en síðustu ár hefur dregið úr sókn í stofninn. Líkanið spáði fyrir um að árlegur hámarksafrakstur væri um 370 tonn og besta matið fékkst þegar breytileiki á undirsvæðum var tekinn til greina. Líkanið er viðkvæmt fyrir forsendum og fram kom að betra mat á þéttleika eða meiri breytileiki í göngunum er nauðsynlegur til að slíkt líkan geti verið beinn grunnur ráðgjafar.

Niðurstöður þessarar vinnu nýtast sem bakgrunnsupplýsingar fyrir sambærileg stofnsstærðarlíkön á öðrum veiðisvæðum beitukóngs þar sem gögn geta einnig verið af skornum skammti.

 

Deila: