Grænland og Rússland semja

Deila:

Grænland og Rússland hafa gengið frá tvíhlíða fiskveiðisamningi fyrir næsta ár. Hann nær yfir veiðar Grænlendinga innan lögsögu Rússa og veiðar Rússa í lögsögu Grænlands á næstu árum.

Kvóti Rússa á grálúðu og karfa við Austur-Grænland um 200 tonn í lúðunni og 50 tonn í karfanum. Við Vestur-Grænland lækka veiðiheimildir Rússa í lúðunni að auki um 100 tonn sunnan 68° norður, en veiðar þar fyrir norðanverða  sama hætti og undan farin ár.

Grænland fær 50 tonna aukningu á ýsukvóta sínum í Barentshafi, en kvótinn í þorski lækkar um 600 tonn vegna ráðlegginga fiskifræðinga um minni heildarafla. Þá heldur Grænland 500 tonna rækjukvóta sínum í Barentshafi, en heimildir til veiða á rækju komu inn í þessa samninga 2015 og hafa verið óbreyttar síðan.

Fulltrúar beggja landanna leggja áherslu á gagnkvæmt mikilvægi þessar samninga fyrir bæði ríkin, verðmæti þeirra sé mikið, sérstaklega í ljósi þess að hann tryggi heilsárs útgerð tiltekinna skipa frá báðum löndunum.

Grænland Rússland samningar

 

 

Deila: