Komnir í jólafrí

Deila:

Áhafnir uppsjávarveiðiskipa HB Granda eru nú komnar í jólaleyfi eftir ágæta kolmunnaveiði síðustu vikurnar. Að sögn Alberts Sveinssonar, skipstjóra á Víkingi AK, er áformað að fara aftur til veiða 3. janúar nk. á loðnuveiðar.

,,Aflabrögðin hafa verið ágæt og við vorum með tæplega 2.400 tonn af kolmunna í síðasta túr. Í túrnum þar á undan var aflinn um 2.300 tonn. Að þessu sinni enduðum við suðaustarlega í færeysku lögsögunni og fiskurinn virðist vera á suðurleið. Það styttist í hrygninguna og sá kolmunni, sem við erum að veiða, er ágætlega haldinn,“ segir Albert í samtali á heimasíðu HB Granda, en hann segir að enn sé ekki ljóst hvert framhald kolmunnaveiðanna verði.

,,Samningar við Færeyinga um leyfi til veiði í lögsögum hvorra annarra eru ekki frágengnir. Því er stefnan sett á loðnuveiðar strax eftir áramót ef aðstæður leyfa,“ segir Albert Sveinsson.

Deila: