Skemmtilegast að róa á netum
Hafnsögumaðurinn Guðmundur Þorkelsson er maður vikunnar á Kvótanum að þessu sinni. Hann er úr Þorlákshöfn og var þar skipstjóri til margra ára áður en hann fór í land og hóf vinnu á höfninni í Þorlákshöfn.
Nafn?
Guðmundur Þorkelsson.
Hvaðan ertu?
Úr Þorlákshöfn.
Fjölskylduhagir?
Er í sambandi með Sigrúnu Línu Sigurjónsdóttur.
Hvar starfar þú núna?
Hafnsögumaður í Þorlákshöfn.
Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?
Hóf vinnu við sjávarútveg 1986 sem háseti á netabátnum Friðrik Sigurðussyni ÁR 17 sem var gerður út af Hafnarnesi hf. Var stýrimaður í eitt ár eftir að ég kláraði Stýrirmannaskólann. Byrjaði síðan sem skipstjóri á Sæfara hjá Hafnarnesi hf. Var hjá þeim sem skipstjóri I 17 ár. Síðan hef ég verið í síðustu fimm árin sem hafnsögumaður í Þorlákshöfn og og gengið þar í öll störf.
Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?
Mér fannst yfirleitt skemmtilegast að róa til veiða á netum, bæði sem háseti og skipstjóri.
En það erfiðasta?
Haustin og byrjun vertíðar þegar voru slæm veður og lítið fiskirí.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?
Við vorum einu sinni beðnir um að taka mann í land sem þurfti að komast í frí af öðrum bát. Við vorum að koma austan úr Bugt en hinn báturinn var á leið austur. Það var ákveðið að henda honum fyrir borð í flotgalla og við áttum við síðan að taka hann upp. Það reyndist síðan hægara sagt en gert því það var svo mikill straumur, að minnstu munaði að við næðum honum ekki. En það tókst sem betur fer.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?
Það er erfitt að gera upp á milli þeirra. Ef ég set einn á einhvern stall, skil ég alla hina eftir.
Hver eru áhugamál þín?
Hestamennska.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Svínahamborgarhryggur.
Hvert færir þú í draumfríið?
Til Orlando með unnustunni.