Auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta

Deila:

Umsóknarfrestur fyrir umsóknir um byggðakvóta Grundarfjörð, Snæfellsbæ (Arnarstapi, Hellissandur, Rif og Ólafsvík), Sveitarfélagið Garð, Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnaþing vestra (Hvammstangi) er til og með 22. janúar 2018

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir ofantalin byggðarlög skv. ákvæðum reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2017/2018. Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í viðkomandi byggðalögum

Vakin er athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi. Umsókn skal skila í tölvupósti á byggdakvoti@fiskistofa.is

Deila: