„Endurvigtun er lykilþáttur í fiskveiðistjórnun“

Deila:

„Fyrirtæki í sjávarútvegi eiga allt undir því að umgengni við sjávarauðlindina sé forsvaranleg og ábyrg. Í því felst meðal annars að rétt sé greint frá því hversu mikið er dregið úr sjó. Rétt skráning afla er ein forsenda þess að fiskveiðistjórnunarkerfið virki eins og því er ætlað og veiðarnar séu sjálfbærar. Sé litið til nýjustu frétta af ástandi þorskstofnsins við Ísland, þá hefur endurreisn hans gengið vel. Reyndar svo vel að stofnvísitala þorsks hefur ekki verið hærri frá því að mælingar hófust árið 1996.“

Svo segir í grein á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, þar sem fjallað er um endurvigtunina.

„Endurvigtun afla er órjúfanlegur hluti þeirrar keðju að skrá rétt hvaða afli berst að landi,“ segir þar meðal annars og er raktir helstu þættir endurvigtunarinnar.

Helstu atriði:

  • Núverandi fyrirkomulag endurvigtunar hefur reynst vel og stuðlað að meiri gæðum og auknu verðmæti sjávararfurða
  • Endurvigtun afla er órjúfanlegur hluti þeirrar keðju að skrá rétt hvaða afli berst að landi
  • Fyrirliggjandi gögn og úttektir staðfesta að framkvæmd og framfylgni við ákvæði laga um endurvigtun er almennt til fyrirmyndar
  • Gögn gefa ekki vísbendingar um að kerfisbundið sé verið að upplýsa ranglega um hærra íshlutfall þannig að afli sé skráður minni en hann í raun er
  • Vísbendingar eru um að fáir aðilar standi að baki meginhluta frávika sem finnast
  • Engin rök standa til þess að ráðast í grundvallarbreytingar á núgildandi framkvæmd
  • Stofnvísitala þorsks hefur ekki verið hærri frá því að mælingar hófust árið 1996

Nánar má lesa um endurvigtunina á heimasíðu SFS http://www.sfs.is/um-sfs/nanar/endurvigtun-er-lykilthattur-i-fiskveidistjornun

 

 

 

Deila: