Ríflega 100.000 tonn á land í janúar

Deila:

Fiskafli íslenskra skipa í janúar var 107.643 tonn. Verkfall sjómanna í ársbyrjun 2017 gerir það að verkum að ekki er hægt að bera aflabrögð fyrir janúar 2018 saman við janúar 2017.  Á 12 mánaða tímabili frá febrúar 2017 til janúar 2018 hefur heildarafli aukist um 273 þúsund tonn eða 27% samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Aðeins smærri bátar réru í verkfallinu í fyrra og varð heildarafli þá einungis 7.625 tonn, langmest þorskur og nokkuð af ýsu. Þegar litið er til síðustu 12 mánaða er um fjórðungsaukningu heildaraflans að ræða og hana má að langmestu leyti rekja til meiri uppsjávarafla. Á tímabilinu varð sá afli samtals 784.787 tonn, sem er 45% aukning. Hlutfallslega mest aukning varð í loðnu, en afli af henni fór úr tæplega 100.000 tonnum í 265.000 tonn, sem er vöxtur um 166%. Kolmunnaaflinn jókst um 45% en makríllandanir stóðu nánast í stað.

Fiskafli
  Janúar   Febrúar-janúar  
  2017 2018 % 2016-2017 2017-2018 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala         13,2         87,0 559,1      
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 7.625 107.643 1.312 1.003.446 1.276.889 27
Botnfiskafli 7.487 36.766 391 429.230 458.241 7
  Þorskur 5.941 23.166 290 247.055 269.978 9
  Ýsa 1.222 4.573 274 35.902 39.545 10
  Ufsi 96 3.551 3.583 46.833 52.803 13
  Karfi 35 3.644 10.196 60.534 62.157 3
  Annar botnfiskafli 193 1.832 852 38.905 33.757 -13
Flatfiskafli 52 1.517 2.803 22.472 23.391 4
Uppsjávarafli 0 69.248  –  539.639 784.787 45
  Síld 0 1.164  – 111.578 125.434 12
  Loðna 0 68.084  – 99.592 264.916 166
  Kolmunni 0  –  – 157.950 228.927 45
  Makríll  –  –  – 170.514 165.510 -3
  Annar uppsjávarfiskur  –  –  – 5 0 -93
Skel-og krabbadýraafli 85 112 31 12.019 10.436 -13
Annar afli  –   –   –  86 35 -60

 

Deila: