Áskoranir eru til að takast á við

Deila:

Sauðkrækingurinn Hulda Björg Jónsdóttir svarar nú spurningum okkar á Kvótanum í viðtalinu Maður vikunnar. Hún hefur unnið í fiski í rúma tvo áratugi og er nú verkstjóri hjá Fisk Seafood á Sauðárkróki. Hún er fljótlega að fara í draumafrí með fjölskyldunni til Rómar.

Nafn?

Hulda Björg Jónsdóttir

Hvaðan ertu?

Ég er fædd og uppalin á Sauðárkróki.

Fjölskylduhagir?

Ég er gift Konráð Leó Jóhannssyni og eigum við 5 börn á aldrinum 10 til 21 árs.

Hvar starfar þú núna?

Ég starfa hjá FISK Seafood á Sauðárkróki.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég er búin að vinna við fiskvinnslu síðan 1993, fyrstu árin við almenn fiskvinnslustörf og sem verkstjóri síðustu 11 ár.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er gaman að fá að fylgjast með þróuninni, það er margt sem hefur breyst í kringum fiskvinnsluna frá því að ég hóf störf.

En það erfiðasta?

Ekkert erfitt, áskoranir eru til að takast á við þær.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ætli það sé ekki að hafa unnið með nokkrum skrýtnum og skemmtilegum karakterum í gegnum tíðina.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það er enginn einn, ég á og hef átt marga góða og eftirminnilega vinnufélaga.

Hver eru áhugamál þín?

Fjölskyldan, lestur, spil, ganga, garðvinna og útivera á sumrin.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambalæri með tilheyrandi.

Hvert færir þú í draumafríið?

Ég er að fara í það í mars, til Rómar með manninum mínum og börnum.

 

Deila: