Lítilsháttar samdráttur í aflaverðmæti

Deila:

Aflaverðmæti íslenskra skipa úr sjó nam um 9,8 milljörðum króna í nóvember sem er 3,5% minna en í nóvember 2016. Verðmæti botnfiskaflans var um 8,2 milljarðar króna og jókst um 7,4%. Af botnfisktegundum var verðmæti þorskaflans rúmir 5,2 milljarðar sem er 3,4% minna en í sama mánuði ári fyrr. Aflaverðmæti ufsa var ríflega tvöfalt hærra en í nóvember 2016, jókst um 432 milljónir. Aflaverðmæti uppsjávartegunda nam rúmum  milljarði króna samanborið við 1,9 milljarða í nóvember 2016 sem er 45% samdráttur. Verðmæti flatfiskafla voru tæplega 454 milljónir króna sem er 13,1% minna en í nóvember 2016. Verðmæti skelfiskafla dróst saman um 7,2% á milli ára, nam 84 milljónum samanborið við 91 milljón í nóvember 2016.

Á 12 mánaða tímabili frá desember 2016 til nóvember 2017 nam aflaverðmæti úr sjó tæpum 109,1 milljarði króna, sem er 19% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr.

Þegar nánar er litið á þróun mála og upplýsingar Hagstofu Íslands um afla, bornar saman við verðmætið, kemur fram að fiskaflinn í nóvember var tæplega tæplega 88.000 tonn, sem var aukning um 1%. Þrátt fyrir það dregst verðmætið saman um 3,5%. Botnfiskaflinn varð samtals 44.200 tonn sem er 12% aukning, en verðmæti hans hækkar aðeins um 7,4%. Þorskaflinn var ríflega 26.700 tonn, sem 4 tonnum meira en í nóvember árið áður. Engu að síður dregst verðmætið niður um 3,4%. Skýringin á því gæti annaðhvort verið minna hlutfall  af sjófrystum fiski í aflanum eða að verð hafi almennt lækkað. Afli af ufsa í nóvember síðastliðnum var tæp 5.700 tonn sem er ríflega tvöföldun frá sama mánuði árið áður. Það skýrir rúmlega tvöföldun aflaverðmætisins.

Uppsjávarafli í umræddum mánuði varð um 31.600 tonn, sem er 12% samdráttur. Verðmæti þess afla var ríflega einn milljarður, sem er 45% minna en í sama mánuði 2016. Það voru aðeins síld og kolmunni af uppsjávartegundunum sem veiddust í nóvember. Síldaraflinn féll um fjórðung, en verðætið um helming og kann skýringin þar að vera sú sama og í þorskinum. Kolmunnaaflinn tvöfaldaðist á hinn bóginn en verðmæti hans hækkaði aðeins um 63%, sem bendir til almennrar lækkunar á verði, en kolmunninn fer allur í bræðslu.

Ljósmynd Hjörtur Gíslason

Verðmæti afla 2016–2017
Milljónir króna Nóvember Desember-nóvember
  2016 2017 % 2015–2016 2016–2017 %
             
Verðmæti alls 10.141,6 9.784,8 -3,5 134.937,9 109.099,4 -19,1
             
Botnfiskur 7.647,5 8.211,9 7,4 94.736,8 75.116,1 -20,7
Þorskur 5.442,9 5.257,9 -3,4 59.516,9 47.897,3 -19,5
Ýsa 701,0 774,4 10,5 9.593,6 7.811,5 -18,6
Ufsi 389,6 822,1 111,0 8.477,8 6.321,7 -25,4
Karfi 831,5 1.091,6 31,3 11.210,7 8.873,8 -20,8
Úthafskarfi 0,0 0,0 597,4 333,3 -44,2
Annar botnfiskur 282,6 265,9 -5,9 5.340,5 3.878,6 -27,4
Flatfisksafli 522,1 453,7 -13,1 9.402,3 7.462,4 -20,6
Uppsjávarafli 1.881,4 1.035,3 -45,0 27.282,7 24.101,0 -11,7
Síld 1.772,7 858,3 -51,6 6.280,4 4.986,8 -20,6
Loðna 0,0 0,0 4.947,9 6.709,4 35,6
Kolmunni 108,7 177,0 62,8 5.157,6 3.879,2 -24,8
Makríll 0,0 0,0 -100,0 10.896,7 8.525,4 -21,8
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 0,1 0,0 -43,8
Skel- og krabbadýraafli 90,6 84,0 -7,2 3.516,0 2.419,9 -31,2
Humar 9,1 8,3 -8,4 891,2 833,6 -6,5
Rækja 45,7 23,1 -49,5 2.231,8 1.219,1 -45,4
Annar skel- og krabbadýrafli 35,8 52,6 46,9 393,0 367,1 -6,6
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0

 

Deila: