Marel verður á UTmessunni 2018

Deila:

Marel mun verða umsvifamikið á UTmessunni í ár en UTmessan er bæði ráðstefna og sýning fyrir tölvugeirann þar sem öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins kynna það sem þau hafa upp á að bjóða.

utmessan-logo

„Á ráðstefnudegi messunnar mun Haukur Hafsteinsson í vöruþróun Marel halda erindi um hvernig hægt er að nýta sýndarveruleika til þess að gera okkar vöruþróun skilvirkari. Erindið fer fram í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 2. febrúar kl. 14:55.

Á laugardaginn er sýningin opin fyrir almenning og er frítt inn fyrir alla milli klukkan 10 og 17 í Hörpu. Marel er annar aðalstyrktaraðila Hönnunarkeppni HÍ sem verður haldin í hádeginu og að sjálfsögðu verðum við með í öllu fjörinu á sýningargólfinu, þar sem sýndarveruleiki kemur líklega við sögu,“ segir á heimasíðu Marel.

 

Deila: