Samdráttur í fiskafla í mars

Deila:

Fiskafli íslenskra skipa í mars var 157.277 tonn eða 22% minni en í mars 2017. Botnfiskafli var rúm 53 þúsund tonn sem er samdráttur um 6% frá fyrra ári, þar af nam þorskaflinn rúmum 31.500 tonnum sem er 8% minni afli en í mars 2017. Ríflega 6 þúsund tonn veiddust af ufsa og rúm 4 þúsund tonn af ýsu. Afli uppsjávartegunda nam tæplega 101 þúsund tonnum  sem er 29% minni afli en í mars 2017. Loðna var uppistaðan í uppsjávaraflanum en veiði á henni nam tæpum 82 þúsund tonnum samanborið við tæp 132 þúsund tonn í mars 2017.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá apríl 2017 til mars 2018 var 1.232 þúsund tonn sem er 15% aukning miðað við sama tímabil ári fyrrsamkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands.

Skýringar á minni afla í mars nú en í fyrra má annars vegar rekja til lítils loðnukvóta dymbilviku í lok mars.

Fiskafli
  Mars   Apríl-Mars  
  2017 2018 % 2016-2017 2017-2018 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala 149 121 -19      
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 201.266 157.277 -22 1.069.733 1.231.928 15
Botnfiskafli 56.554 53.299 -6 408.826 472.649 16
  Þorskur 34.452 31.564 -8 237.929 276.677 16
  Ýsa 4.902 4.142 -16 34.494 40.625 18
  Ufsi 5.195 6.340 22 43.796 57.008 30
  Karfi 7.039 6.961 -1 55.186 64.473 17
  Annar botnfiskafli 4.966 4.292 -14 37.420 33.866 -9
Flatfiskafli 1.953 2.420 24 21.329 24.112 13
Uppsjávarafli 141.947 100.969 -29 627.866 724.926 15
  Síld 0 0 110.725 125.434 13
  Loðna 131.523 81.698 -38 196.832 186.333 -5
  Kolmunni 10.424 19.271 85 149.790 247.649 65
  Makríll 0 0 170.514 165.510 -3
  Annar uppsjávarfiskur 0 0 5 0 -93
Skel-og krabbadýraafli 813 589 -28 11.627 10.207 -12
Annar afli 0 0 86 35 -60

 

Deila: