Meira af kolmunna innan lögsögu Færeyja

Deila:

Bráðabirgðaniðurstöður úr kolmunnaleiðangri færeyska rannsóknaskipsins Magnúsar Heinasonar benda til að mun meira sé af kolmunna innan færeysku lögsögunnar nú en í fyrra. Megnið af kolmunnanum sem nú var mældur eru árgangarnir frá 2013 og 2014.

Í einu af holunum á  Wyville Thomson hryggnum var megnið af aflanum smár kolmunni, líklegast 2016 árgangurinn. Af þessum árgangi hefur samt ekki sést mikið í leiðöngrum hingað til og því er hann metinn undir meðallagi að stærð.

Rannsóknirnar nú eru alþjóðlegar og taka auk Færeyja, Noregur, Írland, Holland og Spánn, þátt í þeim. Hin skipin hafa kannað gotstöðvar kolmunnans lengra í suðri. Stofnstærðarmat úr rannsóknunum verður svo reiknað úr á fundi í Kaupmannahöfn síðar í apríl.

Hér má sjá dreifingu kolmunnans í leiðangri Magnúsar Heinasonar.

Hér má sjá dreifingu kolmunnans í leiðangri Magnúsar Heinasonar.

 

Deila: