Þorleifur EA í netaralli
Það er lif og fjör á netaveiðum sérstaklega ef að veðrið er gott og ekki spillir fyrir ef veiðin er góð eins og var hjá skipverjum á Þorleifi EA 88. Nú tekur Gylfi Gunnarsson skipstjóri ásamt áhöfn sinni þátt í netaralli Hafró.
Fyrr í vikunni voru þeir að draga á Eyjafirði en alls eru þeir með átta trossur með 12 netum i hverri og skemmst er frá því að segja að aflabrögð voru með þokkalegasta móti. Alls landaði áhöfnin á Þorleifi um 18 tonnum á Dalvik og var uppistaðan þorskur.
Tryggvi Sveinsson starfsmaður Hafró tók meðfylgjandi mynd.
Fleiri myndir má sjá á báta- og skipasíðunni http://thorgeirbald.123.is/