Fjárfesting forsenda framfara

Deila:

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi halda ársfund á Hilton Nordica Reykjavík dagana 3. – 4. maí. Yfirskrift fundarins er “Fjárfesting – forsenda framfara”.

Fundurinn verður með sambærilegu sniði og í fyrra. Eftir hádegi þann 3. maí veða þrjár áhugaverðar málstofur og hanastél að því loknu. Þann 4. maí verðu aðalfundur fyrir hádegi og opin ráðstefna eftir hádegi. Um kvöldið verður síðan hið margrómaða aðalfundarhóf.

Við upphaf opins fundar eftir hádegi á föstudegi flytja þeir ávarp Jens Garðar Helgason, formaður SFS og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Að því loknu verða hvatningarverðlaun sjávarútvegsins afhent og  síðan veittir styrkir úr Rannsóknasjóði sjávarútvegsins.

Þá flytur Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, erindi sem hún nefnir „Hvernig má hámarka virði auðlindar“ og Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir, sviðstjóri fjármálaráðgjafar Deloitte, erindið „Auðlind vex af auðlind“. Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku flytur erindið „Afrakstur samstarfs við framsækin sjávarútvegsfyrirtæki“.

Helga Sigurrós Valgeirsdóttir viðskiptastjóri í sjávarútvegsteymi Arion banka er fundarstjóri.

Deila: