Páll kominn heim

Deila:

Páll Pálsson ÍS 102, nýr skuttogari Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf.  Kom til hafnar á Ísafirði um helgina.  Heimsiglingin frá Kína sem  hófst  þann 22 mars sl.  hefur gengið afar vel og ferðin því sóst með ágætum.

Skipið verður til sýnis  almenningi laugardaginn 19. maí næstkomandi og hefst með  athöfn  við skipshlið kl. 14.00.   Verður skipinu gefið nafn og það blessað.  Auk þess verður smíði þess kynnt og boðið uppá veitingar.
Mynd af bb.is

 

Deila: