Fiskafli í apríl 30% meiri en í fyrra

Deila:

Fiskafli íslenskra skipa í apríl var 146.742 tonn eða 30% meiri en í apríl 2017. Botnfiskafli var rúm 49 þúsund tonn sem er 23% aukning frá fyrra ári, þar af nam þorskaflinn rúmum 23 þúsund tonnum sem er 30% meiri afli en í apríl 2017. Af uppsjávartegundum veiddist nær eingöngu kolmunni, en af honum veiddust tæp 94 þúsund tonn sem er 33% meira en í apríl 2017. Skel og krabbadýraafli nam 1.607 tonnum samanborið við 824 tonn í apríl 2017.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá maí 2017 til apríl 2018 var rúmlega 1.265 þúsund tonn sem er 17% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Aukninguna í botnfiskafla í apríl má að miklu leyti skýra með því að páskar voru um miðjan mánuðinn í fyrra, en aðeins páskadagur og annar í páskum komu inn í byrjun apríl í ár. Hvað kolmunnann varðar ver meira sótt í hann í ár en í fyrra og aflinn góður.

Fiskafli
  Apríl   Maí-apríl  
  2017 2018 % 2016-2017 2017-2018 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala 84 101 20      
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 113.046 146.742 30 1.078.573 1.265.623 17
Botnfiskafli 39.957 49.116 23 405.568 481.806 19
  Þorskur 18.076 23.432 30 236.003 282.032 20
  Ýsa 3.955 3.945 0 34.810 40.615 17
  Ufsi 5.966 7.472 25 45.851 58.514 28
  Karfi 6.876 7.245 5 54.656 64.841 19
  Annar botnfiskafli 5.083 7.021 38 34.248 35.804 5
Flatfiskafli 1.363 2.195 61 20.926 24.943 19
Uppsjávarafli 70.902 93.824 32 641.602 747.849 17
  Síld 0 0 110.723 125.434 13
  Loðna 0 0 196.832 186.333 -5
  Kolmunni 70.369 93.784 33 164.209 271.064 65
  Makríll 533 40 -92 169.833 165.017 -3
  Annar uppsjávarfiskur 0 0 5 0 -93
Skel-og krabbadýraafli 824 1.607 95 10.392 10.990 6
Annar afli 0 0 84 35 -59

 

Deila: