Bjóða upp um 23.000 tonn af síld og makríl

Deila:

Heimildir til veiða á 12.490 tonnum af norsk-íslenskri síld og 10.901 tonn af makríl verða boðnar upp í Færeyjum í júní. Uppboðin eru hluti heildaruppboða á bæði uppsjávarfiski og botnfiski. Um er að ræða bæði opin og lokuð tilboð, heimildir til eins, þriggja og átta ára.

  1. júní verða boðin upp á opnu uppboði 5.000 tonn af síld, réttindi til eins árs. 20. júní verða á lokuðu uppboði 5.150 tonn af síld, réttindi til eins árs, 780 tonn af síld, réttindi til þriggja ára og 1.560 tonn síldar, réttindi til átta ára. Veiðisvæði síldarinnar er við Færeyjar og Ísland.

Þann 27. júní verða lokuð uppboð á 10.901 tonni á makríl og eru réttindin ýmist til eins, þriggja eða átta ára.

Deila: