Hvalur fær stjórnvaldssekt

Deila:

MAST hefur sektað Hval hf. fyrir brot á dýravelferðarlögum. Fyritækið braut umrædd lög þegar hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið. Samkvæmt reglugerð um hvalveiðar skal án tafar framkvæma endurskot ef dýr drepst ekki við fyrra skot.

Sektin hljóðar upp á 400 þúsund krónur.

Deila: