Langar í frí til Færeyja

Deila:

Díanna Rut, aðstoðarframleiðslustjóri hjá Matorku í Grindavík, er maður vikunnar á Kvótanum að þessu sinni. Hún er Húnvetningur og hefur fiktað við alls konar fiskvinnslu frá 1990. Hana langar í draumafrí til Færeyja.

Nafn?

Díanna Rut.

Hvaðan ertu?

Húnavatnssýslu.

Fjölskylduhagir?

Á 3 stráka og kærasta.

Hvar starfar þú núna?

Matorku.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Búin að vera að fikta við allskonar fiskvinnslu síðan 1990.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytileikinn held ég. 

En það erfiðasta?

Dettur ekkert í hug í augnablikinu

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

 Ég held að það sé þú, hahaha! 

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Hrönn í Nesfiski og Dóra í Hafklettum, algerir naglar.

Hver eru áhugamál þín?

Kósýheit heima.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Mexikó súpan mín.

Hvert færir þú í draumfríið?

Færeyja.

 

 

Deila: