Tveimur númerum stærri en sá gamli

Deila:

Nýr línubátur Vísis hf., Sighvatur GK, er kominn til Grindavíkur. Hann mun leysa eldra skip með sama nafni af hólmi. Hann er byggður á grunni eldra skips en er í raun eins og nýtt skip. Breytingarnar voru unnar í Póllandi og tóku ríflega ár. Nú fer skipið á Ísafjörð, þar sem Skaginn 3X setja millidekksbúnað í hann. Þá á eftir að setja í hann krapavél og forkæli.

„Hann er allur svona tveimur númerum stærri en gamli Sighvatur. Þetta er í raun eins og nýtt skip. Þó ég væri með nýtt skip í höndunum, væri ekki annar búnaður í því. Allur búnaður í skipinu er nýr. Við eru bara nokkuð lukkulegir með hvernig til tókst. Skipið reyndist vel á leiðinni heim. Strákarnir sem sigldu því heim voru ánægðir með hann. Hann var góður í sjó og gekk vel,“ segir Kjartan Viðarsson, útgerðarstjóri Vísis.

Hér eru þeir saman nýi Sighvatur og sá gamli og er stærðarmunurinnn augljós. Jóhann Gísladóttir , einn af línubátum Vísis er lengst til hægri. Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Hér eru þeir saman nýi Sighvatur og sá gamli og er stærðarmunurinnn augljós. Jóhann Gísladóttir , einn af línubátum Vísis er lengst til hægri.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvað verðum um gamla Sighvat. „Hann er orðinn þreyttur greyið. Var að koma úr róðri í gær og er að fara aftur í kvöld. Nokkrir hafa falast eftir honum en ef hann verður notaður áfram þarf að taka svolítinn skurk í honum,“ sagði Kjartan á þriðjudaginn.

Það er allt nýtt í skipinu, allar klæðningar, allar íbúðir, allt rafmagn, allur vélbúnaður og allar lagnir. Brúin er ný og yfirbygging og hliðarskrúfa og stýri.

Skipið í smíðum í Póllandi.

Skipið í smíðum í Póllandi.

Þetta er upphaflega gamla Skarðsvíkin sem var smíðuð í Mandal 1975 og síðan hét hann Sævík Báturinn er 45 metrar tæpir að lengd og 8,20 á breidd.

Aðalvélin er Caterpillar 3512, ljósavélar eru C9,3 hann er með Meganov gír og skrúfu, sem eru frá Kletti, Palfinger krana frá Atlas og Wet hliðarskúfur sem eru líka frá Atlas. Beckerstýri og stýrivél frá Go On og ankerisvindur og keðjur frá þeim líka ásamt öllum loftræstiblásurum og öðru slíku.

Öll siglingartæki og þess háttar er frá Skiparadíói í Grindavík. Línukerfið er að stórum hluta nýtt frá Mustad. Málning á skipinu er frá Sérefnum. Navis sá um alla hönnun og tæknivinnu. Öll eldhústæki eru frá Bea keypt í gegnum Sjóvélar. Allar dælur eru frá Asgua í gegnum Atlas. Allt rafmagn, rafmagnstöflur og stjórnskápar eru smíðaðir hjá Raftíðni á Grandagarði.

Léttabátur skipsins er keyptur frá Atlas

Önnur línuskip Vísis eru Jóhanna Gísladóttir, Páll Jónsson, Kristín og Fjölnir.

 

Deila: