103.000 tonna síldarkvóti

Deila:

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerðir um leyfilega heildarveiði á norsk-íslenskri síld og leyfilega upphafsveiði á kolmunna á árinu 2017.

Leyfilegur heildarafli á norsk-íslenskri síld verður 102.984 tonn. Talan miðast við hlut Íslands í samningi frá 2007 og ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknastofnunarinnar (ICES) ásamt 10% aukningu í samræmi við ákvörðun Noregs, sem hefur langstærstan hlut í stofninum, og jók fyrir skömmu einhliða hlut sinn úr 61% í 67% af heildaraflanum.

Upphafsveiði á kolmunna er áveðin 150.000 tonn en leyfilegur heildarafli verður endanlega ákveðinn þegar fyrir liggja ákvarðanir annarra ríkja um sinn heildarafla. Stjórnvöld munu við þá ákvörðun horfa til þess að hagsmunir Ísland verði ekki fyrir borð bornir.

 

Deila: