Gott samstarf við Arnarlax

Deila:

Fiskistofa hefur stjórnað veiðiaðgerðum í samvinnu við Arnarlax hf. vegna slysasleppingar sem varð úr sjókví fyrirtækisins og tilkynnt var um 6. júlí síðastliðinn.

Alls hafa 5 eldislaxar veiðst í net við kvína, fjórir laxar höfðu veiðst 9. júlí og einn veiddist 12. júlí. Síðan þá hefur ekki veiðst í net á svæðinu og voru net tekin upp 15. júlí.

Veiðitilraunum hefur nú verið hætt, nema nýjar upplýsingar gefi tilefni til annars. Fylgst verður með því hvort laxar leiti í ár í Tálknafirði og nágrenni.

Fiskstofa hefur átt gott samstarf við Arnarlax hf. um allar aðgerðir til að bregðast við þessari slysasleppingu.

 

 

Deila: