Fínasta fiskisúpa

Deila:

Fínasta fiskisúpaiskisúpa er fínasti matur og má bera fram bæði sem aðalrétt eða forrétt. Í slíka súpu er hægt að nota flestar tegundir af fiski og skelfiski. Þessi uppskrift er frekar einföld og fljótleg, en auðvitað má alltaf fara lengra með uppskrifir og bæta í gær bæði kryddi og fiski eftir því sem menn vilja. Þessi fína uppskrift er fyrir fjóra og er ættuð frá Noregi.

Innihald:

2 kartöflur

2 gulrætur

¼ af sellerí stilk

1 laukur

2 hvítlaukslauf

1 lítri grænmetissoð

1 tsk salt

½ tsk af pipar

3 dl rjómi eða sýrður rjómi, 18%

400 g steinbítur eða þorskflök eða blanda af mismunandi tegundum fiska eftir kenjum hvers og eins.

Til skrauts:

1 msk smátt skorinn graslaukur, má sleppa

Aðferðin:

Byrjið á að skola og rífa kartöflurnar, gulrót og sellerí gróft, eða skera í þunnt ræmur. Skerið laukinn fínt og hvítlaukinn í þunnar sneiðar.

Setjið grænmetissoðið og grænmeti í potti. Látið látið malla í 5-10 mínútur. Kryddið með salti og pipar.

Bætið í rjóma, eða sýrðum rjóma, og látið sjóða rétt áður en súpan er borin fram. Á meðan er gott skera fiskinn í hæfilega bita.

Notið steinbít, þorsk eða lax – eftir því sem í boði er eða hvað þú vilt. Ef þú heldur að súpan sé of þunn, má þykkja hana með maisenamjöli rétt áður en hún er borin fram. Hrærið 1-2 tsk af mjölinu út í 0,5 dl af köldu vatni. Þegar blandan er kekkjalaus er henni hrært útí hægt og rólega.

Að lokum er fiskbitarnir settir út í og potturinn tekinn af hellunni. Látið standa í fimm mínútur meðan fiskurinn er að eldast.

Ef rækja er höfð í súpunni er hún sett útí súpuna rétt áður en hún er borin fram. Skreytið með graslauk eða öðrum kryddjurtum.

Deila: