Með 10% af ýsukvótanum

Deila:

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE hafa nú veitt um 3.000 tonn af ýsu það sem af er yfirstandandi fiskveiðiári, en það eru hátt í 10% af heildarýsukvótanum. Vestmannaey og Bergey eru gerð út af útgerðarfélaginu Bergur-Huginn sem er dótturfélag Síldarvinnslunnar.

Í júlímánuði síðastliðnum var ágætur ýsuafli hjá skipunum en Eyjarnar komu þá með um 430 tonn af ýsu að landi og þriðja Síldarvinnsluskipið, Gullver NS, kom með 85 tonn að auki.

Samkvæmt Fiskistofu eru þrjú aflahæstu skipin í ýsu það sem af er fiskveiðiárinu Síldarvinnsluskip. Vestmannaey og Bergey hafa fiskað um 1.450 tonn hvort skip og Gullver 670 tonn.

Bergey og Vestmannaey eru nú við ýsuveiðar út af Reykjanesi.

Á myndinni kemur Vestmannaey til hafnar. Ljósm. Guðmundur Alfreðsson

Deila: