Alltaf þótt gaman að vinna í fiski

Deila:

Hún byrjaði 14 ára í fiski, var 17 ára kokkur í 6 mánuði á vetrarvertíð. Hefur unnið hjá Þórsbergi á Tálknafirði, Odda á Patreksfirði og vinnur nú hjá Tungusilungi á Tálknafirði. Hún rak um tíma saltfiskvinnslu ásamt eiginmanni sínum og fleirum. Jóna Guðlaug Sigursveinsdóttir er maður vikunnar á Kvótanum.

Nafn?

Jóna Guðlaug Sigursveinsdóttir.

Hvaðan ertu?

Tel mig vera Tálknfirðing. Búin að búa  hér í rum 40 ár.

Fjölskylduhagir?

Gift Þórhalli Helga Óskarssyni. Við eigum þrjú börn. Helga Dag 38 ára, Ingibjörgu Ósk 35 ára og Daníel Þór 31 árs og sjö  barnabörn.

Hvar starfar þú núna?

Hjá Tungusilungi á Tálknafirði.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Byrjaði að vinna 14 ára hjá  Hraðfrystihúsi  Tálknafjarðar. Var 6 mánuði sem kokkur á vetrarvertíð 17 ára á  Tálknfirðingi. Ég hef starfað hjá Þórsbergi og hjá Odda á Patreksfirði. Einnig rákum við hjónin saltfiskverkun í rúm ellefu ár með öðrum. Ég hef verið verkstjóri auk annarra fiskvinnslustarfa, gæðastjóri, saltfiskmatsmaður og fleira.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Mér hefur alltaf þótt gaman að vinna í fiski. Alltaf eitthvað nýtt og og mjög krefjandi störf.

En það erfiðasta?

Mikill hraði einkennir vinnslu í dag því meiri hlutinn af sjávarfangi fer i ferskan útflutning og þarf þess vegna að vera kominn á Keflavíkurvöll samdægurs.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ætli mín stærsta upplifun hafi ekki verið þegar ég fór á  sjó í fyrsta skiptið.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ég hef kynnst mörgu  eftirminnilegu fólki  um dagana.

Hver eru áhugamál þín?

Kórastarf, útivist og að sjálfsögðu fjölskyldan.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Uppáhalds maturinn minn er humar og lambakjöt.

Hvert færir þú í draumfríið?

Mig langar að skoða meira af Póllandi. Búin að fara nýlega til Gdansk.

Deila: