Auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta

Deila:

Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. ákvæðum reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2017/2018.

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum.

Tálknafirði, Dalvíkurbyggð (Dalvík, Árskógssandur og Hauganes), Grýtubakkahrepp og Langanesbyggð (Þórshöfn og Bakkafjörður)

Vakin er athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi.

Umsókn skal skila í tölvupósti á byggdakvoti@fiskistofa.is

Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2018

 

Deila: