Úthlutun byggðakvóta vegna 2017/2018
Þeir bátar sem aðeins uppfylltu veiðiskyldu sína að hluta á síðasta fiskveiðiári mega búast við að fá þann hluta vilyrðis um byggðakvóta sem þeir eiga rétt á úthlutaðan eftir 10. september á tímabilinu 11. til 14. september.
Þeir bátar sem uppfylltu veiðiskyldu sína að öllu leyti á sl. fiskveiðiári og geymdu sér úthlutun á byggðakvóta 2017/2018 fram yfir fiskveiðiáramótin eiga að hafa fengið skráða á sig úthlutunina.