Sítrónufiskur fyrir 4
Fiskur og aftur fiskur, en aldrei eins. Hvorug þessi fullyrðing er sennilega rétt. En gott er að borða fisk oft í viku og fjölbreytileikinn er nánast óendanlegur. Þess vegna verður fiskur aldrei leiðigjarn matur. Það þarf bara gott hugmyndaflug við eldamennskuna en ef manni farlast það flug er bara að fletta upp í uppskriftabókum eða fara á netið og finna síður með uppskriftum að fiski. Þær eru líka nánast óteljandi. Þessa fundum við á síðunni allskonar.is.
Innihald:
Í þennan rétt geturðu notað þorsk eða ýsu, löngu eða hlýra eða jafnvel steinbít. Þetta er ótrúlega fljótleg og einföld uppskrift og mestu skiptir að hráefnið sé gott.
- 700gr fiskflök
- 3 msk smjör
- safi úr 1/2 sítrónu
- 4 msk hveiti
- 1/2 tsk salt
- 1/4 tsk hvítur pipar, malaður
- hnífsoddur ungversk paprika
Aðferð:
Undirbúningur: 10 mínútur
Eldunartími: 20-25 mínútur
Hitaðu ofninn í 170°C.
Skerðu fiskflökin í fallega bita, ágætt er að miða við skammtastærð í bitastærðinni.
Settu smjörið í pott og bræddu, settu sítrónusafann út í og taktu pottinn af hitanum.
Blandaðu hveiti, salti og hvítum pipar saman og settu á disk.
Dýfðu fiskinum í smjörið og þar næst í hveitiblönduna. Veltu honum vel upp úr hveitiblöndunni.
Settu fiskbitana í eldfast mót, ekki smyrja mótið.
Helltu afgangnum af smjörinu yfir fiskinn og dreifðu smávegis ungverskri papriku yfir, ekki of miklu samt.
Bakaðu inn í ofni við 170°C í 20-25 mínútur eða þar til fiskurinn er tilbúinn, tíminn fer eftir stærð, tegund og þykkt fisksins.
Berðu fram með fersku og góðu íslensku grænmeti og nýjum kartöflum.
Vel kælt J.P Chenet Medium Sweet er frábært með.