Flytur erindi um þörunga og blábakteríur

Deila:

Dr. Jill Welter mun flytja erindi í Málstofu Hafrannsóknastofnunar næstkomandi fimmtudag um áhrif hitastigs og næringarframboðs á tegundasamsetningu þörunga og blábaktería. Erindið hennar tengist rannsóknum sem hafa farið fram á Hengilsvæðinu um árabil. Málstofan verður haldin í fyrirlestrarsal á 1. hæð Skúlagötu 4 og verður jafnframt streymt á YouTube rás stofnunarinnar.

Erindið verður flutt á ensku.

Málstofan hefst kl. 12:30. Öll velkomin.

Jill Welter er prófessor í líffræði við St. Catherine háskólann í Minnesota og stundar rannsóknir á vistfræði straumvatna. Meðal annars tengjast rannsóknir hennar áhrifum hnattrænnar hlýnunar á vægi niturbindandi baktería og möguleg áhrif þeirra á fæðukeðjur og náttúrulega hringrás kolefnis og niturs.

 

 

Deila: