Síldarsöltun hafin á Fáskrúðsfirði

Deila:

Hoffell kom til löndunar á Fáskrúðsfirði með um 500 tonn af síld til söltunar og frystingar. Auk þess var skipið með smá slatta af kolmunna, eða um 150 tonn. Skipið fór aftur á veiðar að löndun lokinni og reynir fyrir sér í kolmunna. Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði er eina stóra fyrirtækið á landinu sem enn saltar síld.

Deila: