Funduðu með strand­veiði­mönnum á svæði C

Deila:

Fulltrúar Strandveiðifélags Íslands fundaði um helgina með strandveiðimönnum á C-svæði. Fundir voru haldnir á Þórshöfn, Borgarfirði eystra og Fáskrúðsfirði. Í samtali við Auðlindina sagði Friðjón Ingi Guðmudsson stjórnarmaður að fundirnir hafi verið afar vel heppnaðir. Gott samtal hafi farið fram við strandveiðimenn á svæðinu og mætingin hafi verið vonum framar.

Útlit er fyrir að um vika sé eftir af strandveiðum. Kjartan Páll Sveinsson formaður sagði við RÚV í gær að strandveiðisjómenn væru að íhuga stöðu sína. Þeir myndu ekki taka stöðvun veiðanna snemma í júlí þegjandi og hljóðalaust.

„Ef það kemur til stöðvunar aftur í ár í júlí að þá ætlum við þetta árið ekki að taka því þegjandi og hljóðalaust. Við erum að velta fyrir okkur hvaða aðgerðir við getum farið í til að vekja máls á því að þessi framkoma í okkar garð er bara ekkert ásættanleg,“ er haft eftir Kjartani.

 

Deila: