Vill bjarga Maríu Júlíu
Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem nú situr á Alþingi sem varaþingmaður Vinstri grænna, vill bjarga skipinu Maríu Júlíu sem var fyrsta varðskip og hafrannsóknarskip Íslendinga.
Það liggur nú við Ísafjarðarhöfn og segir Lilja það mega muna sinn fífil fegurri, en skipið var smíðað árið 1950 og eigi afar merka sögu. Kallar hún eftir samstarfi opinberra og einkaaðila og stjórnvalda til að bjarga þessu krúnudjásni sem hún kallar.
„Og nú er unnið að því að leita stuðnings við þetta góða verkefni hjá ráðherrum á Alþingi svo hægt sé að fjármagna nauðsynlega viðgerð, svo bjarga megi þessu krúnudjásni að ég tel í sjósafnsgripum um haf og strandmenningu 20. aldar,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir á Alþingi í gær.
Frétt af ruv.is