Ríflega 50.000 tonn af síld veidd

Deila:

Veiðar á norsk-íslensku síldinni hafa gengið þokkalega í haust. Síldin veiðist djúpt austur af landinu eins og í Síldarsmugunni. Slæm veður hafa þó sett nokkurt strik í reikninginn, en síldin er stór og góð.

Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu í gærkvöldi, var búið að skrá löndun á 50.559 tonni. Leyfilegur heildarafli er 85.500 tonn. Samkvæmt því eru óveidd um 34.900 tonn, en vafalítið er aflinn orðinn meiri og eitthvað af löndunum óskráð enn.

Aflahæstu skipin samkvæmt listanum eru Síldarvinnsluskipin Börkur NK með ríflega 6.000 tonn og Beitir NK með 5.500, en hann var á leið í land í gær með um 900 tonn.
næstu skip eru Vilhelm Þorsteinsson EA með 4.500 tonn, Víkingur AK með 4.200 tonn og Venus NS með 4.100 tonn.

 

Deila: