Falleg skip á sjó

Deila:

Það er alltaf gaman að fylgjast með fallegum skipum á sjó. Sérstaklega þegar er blankalogn og smá sólarglenna eins og þegar Björg EA 7 lét úr höfn eftir löndun. Um svipað leiti fór hvalaskoðunarbáturinn  Konsúll af stað í ferð og var henni heitið að suðurodda Hríseyjar þar sem sést hafði til fjölda hnúfubaka að sögn forsvarsmanns Eldingar alls milli 10-20 dýr.
Ljósmynd Þorgeir Baldursson. Fleiri myndir má sjá inni á vefsíðu hans, http://thorgeirbald.123.is/

 

 

Deila: