ÚR kaupir þriðjung í Solo Seafood

Deila:

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem áður hét Brim, hefur keypt þriðj­ungs­hlut í Solo Hold­ing ehf. sem á níu pró­sent hlut í Iceland Seafood International. Kaup­verðið er sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans, 8,02 krónur á hlut. Það þýðir að Útgerð­ar­fé­lagið greiðir um 652 millj­ónir króna fyrir hlut­ina og mun eiga um 3,5 pró­sent beinan hlut í Iceland Seafood.

Aðrir eig­endur Solo Hold­ing eru Sjáv­ar­sýn ehf., félag í eigu Bjarna Ármanns­son­ar, Jakob Val­geir ehf., og Nes­fiskur ehf. Þessir þrír aðilar eiga auk þess hver um sig 16,67 pró­sent hlut í Solo Hold­ing auk þess sem þeir eiga beint hluti í Iceland Seafood, sem er sölu- og mark­aðs­fyr­ir­tæki í útflutn­ingi á ferskum, frosnum og sölt­uðum sjáv­ar­af­urð­um.

Þétta rað­irnar

Bjarni Ármanns­son, sem er stjórn­ar­for­maður Solo Hold­ing, segir í sam­tali við Kjarn­ann að aðkoma Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur að Iceland Seafood sé mjög mik­il­væg. „Það er að mínu mati mjög mik­il­vægt að hags­muna­að­ilar í sjáv­ar­út­vegi á Íslandi þétti rað­irnar og standi sam­an, sér­stak­lega þegar kemur að sölu- og mark­aðs­málum á alþjóða­vett­vangi. Þetta er að mínu mati mik­il­vægt skref á þeirri veg­ferð.“

Eigandi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur er Guð­mundur Krist­jáns­son. Hann keypti fyrr á þessu ári 35,01 pró­sent hlut í HB Granda í gegnum félag­ið. Kaup­verðið var yfir 22 millj­arða króna Skömmu síðar tók hann við starfi for­stjóra þar. Um miðjan sept­em­ber sam­þykkti stjórn HB Granda svo að kaupa útgerð­ar­fé­lagið Ögur­vík af Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur á 12.3 millj­arða króna. Tek­ist hefur verið á um verð­matið á þeim hlut en kaupin virð­ast nú ætla að ganga í gegn.

Íhuga að skrá félagið á aðal­markað

Iceland Seafood keypti fyr­ir­tækið Solo Seafood á 7,8 millj­arða króna sum­ar. Kaup­verðið var greitt með útgáfu nýrra hluta­bréfa. Eig­endur Solo, ofan­grein félög, eign­uð­ust við það 44 pró­sent hlut í Iceland Seafood International. Hóp­ur­inn bætti svo við sig hlutum í félag­inu í sept­em­ber.

Frétta­blaðið greindi frá því í upp­hafi ágúst­mán­aðar að stjórn­endur Iceland Seafood væru að íhuga að skrá félagið á aðal­mark­að, en það er þegar skráð á First Nort­h-­mark­að­inn. Það yrði þá annað sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið sem skráð yrði á markað en fyrir þar er HB Grandi. Stærsti eig­andi þess er, líkt og áður sagði Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem hefur nú keypt sig inn í Iceland Seafood.
Frétt fengin af https://kjarninn.is

 

 

Deila: