Aukinn afli á síðasta fiskveiðiári

Deila:

Heildaraflinn á fiskveiðiárinu 2017/2018 var 1.271 þúsund tonn og jókst frá fyrra ári um 13,4%. Botnfiskaflinn nam 505 þúsund tonnum og jókst um 64 þúsund tonn. Þorskaflinn jókst um 32 þúsund tonn og ýsuaflinn dróst saman um 2,5 þúsund tonn, þá dróst afli í gullkarfa saman um 864 tonn.  Afli í Barentshafsþorski dróst saman um 2,5 þúsund tonn á milli ára og annar bolfiskur jókst um 1,2 þúsund tonn samkvæmt samantekt Fiskistofu.

Uppsjávarafli íslenska flotans jókst um 84 þúsund tonn. Kolmunnaaflinn jókst um tæp 90 þúsund tonn en samdráttur var í veiðum á loðnu um 10,5 þúsund tonn. Afli í íslenskri síld dróst saman um 25 þúsund tonn en afli í norsk-íslenskri síld jókst um 27 þúsund tonn.

Rétt er að minna á að stjórn margra uppsjávartegunda miðast við almanaksárið en ekki fiskveiðiárið sem er til umfjöllunar hér.

Skelfisk- og krabbadýraafli jókst um 77,5% frá fyrra fiskveiðiári og er þa vegna mikillar aukningar í veiðum á sæbjúgum.

Afli íslenskra skipa eftir helstu fisktegundum fiskveiðiárin 2012/2013 til 2017/2018

 

Deila: