Færeyjar og ESB semja um fiskveiðar

Deila:

Færeyingar hafa samið við Evrópusambandið hafa samið um gagnkvæmar veiðiheimildir á næsta ári. Samningurinn er lítið breyttur frá þeim sem gilti á þessu ári.

Heimild færeyskra fiskiskipa til að sækja kolmunna innan lögsögu ESB hækkar um 1.000 tonn og fer í 22.500 tonn, auk þess sem þau halda 10.000 tonna kvóta sínum þar. Þannig geta færeysku skipin veitt allt að 32.500 tonn af kolunna innan lögsögu ESB á árinu 2019.

Gagnkvæmar heimildir innan lögsögu beggja aðila til veiða á norsk-íslenskri síld aukast um 500 tonn og verða 4.500 tonn.

Þá má hvor þjóð fyrir sig veiða 24.690 tonn af makríl innan lögsögu hvors annars. Hvað aðrar fiskitegundir varðar eru um lítilsháttar breytingar frá samningi þessa árs að ræða.

Deila: