Engin loðnuvertíð þennan veturinn

Deila:

„Ég held við getum sagt það með mjög mikilli vissu að það verður ekki loðnuvertíð þennan veturinn,“ sagði fiskifræðingurinn Guðmundur Óskarsson, sviðstjóri uppsjávarsviðs á Hafrannsóknastofnun í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld.

Mikið hefur verið leitað að loðnu í vetur án árangurs. Mjög lítið virðist vera af loðnum. Fram kom að ábendingar um loðnugöngur hafi að mati fiskifræðinga ekki þótt nægilega afgerandi til að bregðast við.

„Það er komin loðna fyrir utan Breiðafjörð að hrygna, bara í litlu magni. En það er allavega hrygning að eiga sér stað,“ segir Guðmundur.

Deila: