Kolmunnakvóti Færeyja verður 406.000 tonn

Deila:

Høgni Hoydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja, hefur ákveðið leyfilegan heildarkvóta fyrir Færeyjar á kolmunna og norsk-íslenskri síld fyrir næsta ár.

Kolmunnakvótinn verður 406.307 tonn sem eru 35% af þeim heildarafla, sem strandríkin komu sér saman um fyrr í vetur. Það er í samræmi við nýtingaráætlun til langs tíma.

Síldarkvótinn verður 199.573 tonn, sem eru 20,31% af ráðlögum heildarafla upp á 588.562 tonn í samræmi við samþykktir strandríkjanna og ráðleggingar Alþjóða hafrannsóknaráðsins.

Reglugerðir vegna veiðanna verða gefnar út á næstunni.

Deila: