Fiskur með ferskum aspas

Deila:

Nú er líklega rétti tíminn til að hafa fisk í matinn og þó fyrr hefði verið. Flestir búnir að belgja sig út af alls konar keti yfir hátíðirnar og kominn tími til að slaka þar á. Við fundum þessa indælu og einföldu uppskrift á vefsíðunni gottimatinn.is og leyfum okkur að deila henni með lesendum okkar.

Innihald:
fiskur (t.d. þorskur)
ferskur aspas
kartöflur
hægeldaðir tómatar

Aðferð:

Hér gildir engin sérstök uppskrift. Skerið kartöflurnar niður í teninga, setjið í eldfast mót og setjið tómatana yfir. Steikið fiskinn á heitri pönnu í 2-3 mínútur á hvorri hlið, kryddið, leggið ofan á kartöflu- og tómatabeðið. Setjið inn í 180 gráðu heitan ofn í 20 mínútur. Aspasinn er flysjaður og skorið neðan af honum, soðinn þar til hæfilega mjúkur undir tönn. Þá þerraður og lagður ofan á þorskinn áður en hann er borinn fram. Tilbúið og sérlega einfalt.

 

Deila: