Færeyingar fara á Flæmska hattinn
Fjögur línuskip frá Færeyjum, sem frysta aflann um borð, eru nú á leiðinni á Flæmska hattinn til þorskveiða. Siglingin þangað tekur 8 sólarhringa, en veiðarnar mega hefjast þann 10. Þessa mánaðar.
Klakkur fór fyrsta af stað á þriðjudag og ámiðvikudag héldu Kambur, Eyvind og Stapin í kjölfar Klakks. Enn einn slíkur línubátur, Ågot, en nú á veiðum á heimaslóðinni, en heldur líklega á Hattinn á næstunni.
Færeyingar eru með heildarkvóta af þorski á Flæmska hattinum upp á 3.911 tonn. Frystilínuskipin eru með 2.635 tonn af því. Mismunurinn verður síðan boðinn upp.
Heimild og mynd: http://jn.fo/forsida.html