Heildarafli árið 2018 var um 1.259 þúsund tonn

Deila:

Samkvæmt bráðabirgðatölum var afli íslenskra skipa árið 2018 rúm 1.259 þúsund tonn sem er 82 þúsund tonnum meiri afli en landað var árið 2017. Aukið aflamagn á milli ára má rekja til meiri botnfisks- og kolmunnaafla.

Tæp 293 þúsund tonn veiddust af kolmunna samanborið við 229 þúsund tonn árið 2017. Botnfiskafli nam tæpum 481 þúsund tonnum á síðasta ári sem er 12% meira en árið 2017. Tæp 275 þúsund tonn veiddust af þorski á síðasta ári sem er 9% auking frá árinu 2017. Flatfiskaflinn jókst um 24% milli ára og var rúmlega 27 þúsund tonn á síðasta ári. Afli skel- og krabbadýra jókst um 20%, úr 10,4 þúsund tonnum árið 2017 í 12,5 þúsund tonn árið 2018 samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands.

Í desember 2018 var fiskaflinn tæp 57 þúsund tonn sem er 19% samdráttur miðað við desember 2017. Þorskafli í desember var 15% minni en árið áður auk þess sem uppsjávarafli dróst saman um 23%. Aflinn í desember metinn á föstu verði var 16,5% minni en í desember 2017.

Fiskafli
Desember Janúar-desember
  2017 2018 % 2017 2018 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 65 54 -16,5 87 81 -8
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 70.213 56.709 -19 1.176.889 1.259.081 13
Botnfiskafli 32.271 27.288 -15 428.967 480.660 12
Þorskur 20.024 17.408 -13 252.755 274.909 9
Ýsa 2.960 3.714 25 36.194 48.661 34
Ufsi 3.973 3.674 -8 49.349 66.273 34
Karfi 3.391 1.630 -52 58.550 58.077 -1
Annar botnfiskafli 1.924 861 -55 32.119 32.740 2
Flatfiskafli 961 829 -14 21.927 27.150 24
Uppsjávarafli 36.601 28.228 -23 715.539 738.738 3
Síld 5.186 4.708 -9 124.270 123.893 0
Loðna 0 0 196.832 186.333 -5
Kolmunni 31.415 23.520 -25 228.927 292.952 28
Makríll 0 0 165.510 135.560 -18
Annar uppsjávarfiskur 0 0 -100 0 0 -92
Skel-og krabbadýraafli 379 365 -4 10.422 12.524 20
Annar afli 0 0 35 9 -73

 

Deila: