Miklar breytingar á stjórn HB Granda fyrirsjáanlegar
Sjö einstaklingar bjóða sig fram í kjöri til stjórnar HB Granda hf. á aðalfundi félagsins 4. maí 2018. Sæti í stjórn eiga fimm manns og af þeim fimm fulltrúum sem nú sitja í stjórninni bjóða aðeins tveir sig fram; Anna G. Sverrisdóttir, sem setið hefur í stjórninni frá 2016, og Rannveig Rist sem setið hefur í stjórn frá árinu 2013.
Þrír stjórnarmenn gefa ekki kost á sér lengur. Það eru Kristján Loftsson, sem setið hefur í stjórn félagsins frá 1988 og formaður hennar frá 2013, Halldór Teitsson sem setið hefur í stjórn frá árinu 2003, Hanna Ásgeirsdóttir sem verið hefur stjórnarmaður frá 2010. Kristján og Halldór hafa set Brimi hf. eignarhlut sinn í HB Granda hverfa því úr stjórn. Það liggja því fyrir miklar breytingar á stjórninni, sem mun svo þurfa að kjósa sér nýjan formann.
Eftirtaldir bjóða sig nú fram í stjórnarkjörinu:
Albert Þór Jónsson
Anna G. Sverrisdóttir
Eggert Benedikt Guðmundsson
Guðmundur Kristjánsson
Magnús M.S. Gústafsson
Óttar Guðjónsson
Rannveig Rist