Birta SU-36 aflahæstur strandveiðibáta

Deila:

Birta SU-36 sem gerður er út frá Djúpavogi var aflahæsti báturinn á nýliðinni strandveiði-vertíð með rúm 44,8 tonn. Næst kom Hulda SF-197 sem gerður út frá Hornafirði með 44,2 tonn og og Ásbjörn SF-123 frá Hornafirði með 43,6 tonn. Þetta kemur fram á heimasíðu Fiskistofu.

Fiskistofa fjöldi á strandveiðum 2017

Alls voru gefin út 604 leyfi til strandveiða á nýafstaðinni vertíð. Þetta er 66 leyfum færra en á síðasta ári og fæst leyfi frá því að strandveiðar voru settar á laggirnar árið 2009 að upphafsárinu undanskyldu.

Þorskur 94,9% af afla strandveiðibáta

Fiskistof skipting strandveiðiafla eftir tegundum 2017

Heildarafli strandveiðibáta á vertíðinni var 9818 tonn. Alls veiddu strandveiðibátar á vertíðinni 9.313 tonn af þorski (94,4%). Næstmest var veitt af ufsa eða 353 tonn sem er 3,6% af heildarafla. Afli í öðrum tegundum var óverulegur eða 1,5% af heildinni. Alls komu 14 tegundir fiska á króka strandveiðibátanna á þessari vertíð. Afli í öðrum tegundum var meðal annars 77 tonn af karfa og 38 tonn af ýsu. Strandveiðibátar veiddu einungis 9 kg af hlýra og 5 kg af gaddakrabba!

Meðalafli í róðri aldrei meiri

Fiskistofa meðalafli í róðri á stranveiðum 2017

Frá því að strandveiðar hófust vorið 2009 hefur meðalafli í róðri aldrei verið meiri en á nýliðinni vertíð. Meðalaflinn var 623 kg.  Í fyrra var hann 614 kg og jókst því meðalafli  því um 1,5% milli vertíða.

Svæði A, sem er svæðið frá Eyja- og Miklaholtshrepp til Súðavíkurhrepps, gaf mestan meðalafla í róðri að venju eða 667 kg. Næst komu bátar sem voru á svæði C með 650 kg þá svæði B með 574 kg og svæði D rak svo lestina með 565 kg.

Deila: